Kröfuhafar Milestone höfnuðu nauðasamningi sem lagt var fyrir þá á fundi í dag til samþykktar eða synjunar. Stærsti kröfuhafinn, Glitnir, sem á um 44 milljarða kröfu í félagið, studdi nauðuasamninginn.
Ekki liggur fyrir hvað tekur við en líklega verður óskað eftir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.
Í frumvarpi til nauðasamnings var gert ráð fyrir að kröfuhafar fengju 6% upp í kröfu sína. Það þýðir að sá sem lánaði Milestone þúsund milljónir fær 60 milljónir til baka. Gömlu hluthafarnir hafa verið þurrkaðir út og kröfuhafar áttu að fá hlutafé í sama hlutfalli og upphæð krafna. Þannig hefði Glitnir orðið stærsti hluthafinn.
Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi A. Sævarssyni, hæstaréttarlögmanni og umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum, höfðu 54 kröfuhafar rétt til að greiða atkvæði um nauðasamninginn. Samþykki þurfti frá 51 til að hann. Strax hefðu sex verið á móti og fleiri greiddu ekki atkvæði eða mættu ekki. Því var frumvarpið fellt.