Nýja Kaupþing hefur í dag gefið út endurbættar verklagsreglur fyrir fyrirtæki í skuldavanda. Segir bankinn, að tilefni slíkra reglna séu þær aðstæður sem ríkja í efnahagslífinu.
Þá sé með reglunum leitast við að takmarka það tjón sem hlotist geti af fjárhagslegum erfiðleikum lífvænlegra fyrirtækja.