Auðæfi skruppu saman og milljarðamæringum fækkaði

Reuters

Fjár­málakrepp­an olli því að fjár­mun­ir í sjóða- og eign­a­stýr­ingu skruppu sam­an í fyrsta sinn í um ára­tug. Ný rann­sókn hef­ur leitt í ljós að auðæfin dróg­ust sam­an um 11,7%, eða í 92,4 bill­jón­ir dala.

Sam­kvæmt rann­sókn Bost­on Con­solt­ing Group á fjár­mun­um og eign­um í sjóða- og eign­a­stýr­ingu mun það taka um sex ár að menn fari að safna álíka  auði og þeir gerðu árið 2007. 

Fram kem­ur að Norður-Am­er­íka, þá sér­stak­lega Banda­rík­in, hafi orðið fyr­ir þyngsta högg­inu. Sam­drátt­ur­inn hafi numið 21,8%, í 29,3 bill­jón­ir dala. Þetta megi fyrst og fremst rekja til þess hve mikið verðfall varð á banda­rísk­um hluta­bréfa­mörkuðum í fyrra.

Ríki á borð við Sviss og eyj­arn­ar í Karíbahafi urðu einnig fyr­ir höggi. Þar nam sam­drátt­ur­inn 8%. Auðæfin námu 7,3 bill­jón­um dala árið 2007 en voru orðin 6,7 bill­jón­ir dala árið 2008.

Talsmaður ráðgjafa­stof­unn­ar seg­ir að krepp­an hafi dregið veru­lega úr trausti manna á fjár­mála­stofn­un­um, og slíkt van­traust hafi ekki sést í lang­an tíma.

Þá hef­ur auðkýf­ing­um, sem tóku mikl­ar áhætt­ur á meðan upp­sveifl­unni stóð, fækkað mikið. Millj­arðamær­ing­um á heimsvísu fækkaði úr 17,8% í 9%, að því er fram kem­ur í rann­sókn­inni.

Evr­ópa og Norður-Am­er­íka urðu fyr­ir þyngsta högg­inu hvað þetta varðar. Þar nam sam­drátt­ur­inn um 22%. Það eru þó enn 3,9 millj­ón­ir millj­arðamær­inga í Banda­ríkj­un­um, en hvergi í heim­in­um eru þeir fleiri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK