Fasteignaverð hækkar

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem Fasteignaskrá Íslands reiknar út, hækkaði í ágúst um 0,8% frá fyrra mánuði. Er þetta annar mánuðurinn í röð þar sem vísitala íbúðaverðs hækkar.  

Vísitalan, sem mælir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs, hækkaði um 0,3% í júlí.  Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 0,7%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún lækkað um 6,4% og lækkun síðastliðna 12 mánuði var 10,3%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka