Segir samdráttarskeiðið liðið hjá

Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Yuri Gripas

Samdráttarskeiðið er að öllum líkindum afstaðið í Bandaríkjunum. Hagvöxtur verður hins vegar væntanlega ekki nógu mikill til að slá svo um munar á atvinnuleysið. Þetta kom fram kom í máli Bens Bernanke, seðlabankastjóra, í tilefni af nýjum upplýsingum um að einkaneysla hefði aukist um 2,7% í ágúst.

Bernanke talaði um að tæknilega séð sé versta kreppa í Bandaríkjunum frá því á fjórða áratug síðustu aldar líklega liðin hjá. Hann sagði hins vegar að efnahagslífið sé enn mjög veikburða og að það muni verða það um nokkurn tíma. Hann fjallaði um þessi mál í ræðu sem hann flutti í dag hjá Brookings stofnuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK