Þórarinn ráðinn aðalhagfræðingur

Þórarinn G. Pétursson, sem er fremst á myndinni, hefur verið …
Þórarinn G. Pétursson, sem er fremst á myndinni, hefur verið ráðinn aðalhagfræðingur Seðlabankans. mbl.is/Kristinn

Seðlabankastjóri hefur ráðið Þórarinn G. Pétursson í stöðu aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands. Ráðningin fór fram að undangenginni auglýsingu og að afloknu sérstöku mati hæfnisnefndar.

Aðalhagfræðingur er jafnframt framkvæmdastjóri hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands. Þá hefur bankaráð Seðlabanka Íslands staðfest tillögu seðlabankastjóra um að Þórarinn sitji í peningastefnunefnd bankans.

Fjórir sóttu um stöðu aðalhagfræðings. Hæfnisnefnd, skipuð Má Guðmundssyni seðlabankastjóra, Arnóri Sighvatssyni aðstoðarbankastjóra, Gunnari Haraldssyni forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og Friðriki Má Baldurssyni, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, fór yfir umsóknir og ræddi við þrjá umsækjendur. Hæfnisnefndin var einróma í þeirri afstöðu sinni að Þórarinn G. Pétursson væri hæfastur til að gegna stöðu aðalhagfræðings.

Þórarinn hefur verið starfandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands frá því í lok febrúar í ár tók þá jafnframt sæti í peningastefnunefnd bankans. Hann var upphaflega ráðinn sem sérfræðingur á hagfræðisviði í janúar 1994 en hefur verið staðgengill aðalhagfræðings og forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar bankans frá því í júní 2004.

Þórarinn lauk prófi í hagfræði  frá Háskóla Íslands árið 1991, meistaraprófi í hagfræði frá Essexháskóla í Bretlandi árið 1992 og doktorsnámi  frá háskólanum í Árósum í Danmörku árið 1998. Þórarinn hefur birt fjölda greina í innlendum og erlendum fræðiritum um peningastefnu og um aðra þætti hagfræði og efnahagsmála. Hann hefur jafnframt áralanga reynslu af kennslu í hagfræði á háskólastigi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK