Hóta að höfða mál gegn íslenska ríkinu

mbl.is


Skiptastjóri Landsbankans á Guernsey hefur ákveðið að höfða mál gegn íslenska ríkinu ef sparifjáreigendum  tekst ekki að fá innistæður sínar að fulllu til baka eftir hrun bankans síðasta haust. Er ætlunin að höfða málið fyrir íslenskum dómsstjórum, samkvæmt vefnum International adviser.

Hefur málshöfðunin hlotið blessun dómstóla á Guernsey samkvæmt upplýsingum frá Deloitte en starfsmenn Deloitte eru skiptastjórar þrotabús Landsbankans á Guernsey.

Mikill meirihluti innistæðueigenda samþykkti að taka þátt í málshöfðuninni.  Segir í fréttinni að ekki verði höfðað mál ef innistæðueigendur Landsbankans á Guernsey fái sömu meðferð og aðrir kröfuhafar Landsbankans. Boðað hefur verið til kröfuhafafundar hjá Landsbankanum í Reykjavík þann 23. nóvember nk.

Segir talsmaður Deloitte að það veki furðu og um leið reiði meðal innistæðueigenda á Guernsey að samið sé um að innistæðueigendur í Bretlandi og Hollandi fái innistæður sínar greiddar af Icesave-reikningum en ekki sé samið við þá sem áttu fé inni á reikningum Landsbankans á Guernsey.

 Sjá nánar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK