„Þið settuð Ísland á hausinn“

mbl.is

„Þið settuð Ísland á haus­inn,“ sagði Nassim Taleb, höf­und­ur bók­ar­inn­ar The Black Swan, á ráðstefnu viðskipta­fólks í Toronto í Kan­ada ný­verið. Þar sakaði Taleb m.a. fyr­ir­tæki í fjar­skiptaiðnaði um að eiga þátt í hrun­inu.

„Ont­ario setti heim­inn á ann­an end­ann,“ sagði Taleb jafn­framt og veifaði BlackBerry snjall-sím­an­um sín­um, sem fyr­ir­tækið Rese­arch In Moti­on smíðaði, en fyr­ir­tækið er staðsett í Water­loo í Ont­ario-fylki. 

Bók­in The Black Swan, sem kom út árið 2007 og naut mik­illa vin­sælda, fjall­ar m.a. um óvissu og áhrif hins ófyr­ir­séða, m.a. í tengsl­um við banka­hrunið. Hann bend­ir á að í gegn­um sög­una ger­ist at­b­urðir sem hafi stór­kost­leg­ar af­leiðing­ar á fram­vind­una. Þetta sé sjald­gæft en ger­ist endr­um og eins í ald­anna rás. 

Hann sagði að áður fyrr hefði banka­áhlaup tekið sinn tíma. Fólk hefði þurft að keyra eða ganga út í bank­ann og bíða svo þar í röð eft­ir gjald­ker­an­um til að geta tekið út aur­ana sína. „Nú get­ur áhlaup átt sér stað á nokkr­um sek­únd­um með því að nota netið og farsíma sem bjóða upp á mögu­leika nets­ins, eins og BlackBerry,“ sagði hann.

„Á ör­skots­stund heyr­ir Ísland sög­unni til,“ sagði Taleb. 

Fram kem­ur á vef Bloom­berg að Taleb hefði gagn­rýnt Barack Obama Banda­ríkja­for­seta fyr­ir seina­gang í því að út­nefnda ráðgjafa og eft­ir­litsaðila sem skilji flók­in fjár­mála­kerfi.

„Ég vil fá at­kvæðið mitt til baka,“ sagði Taleb, sem kaus Obama í for­seta­kosn­ing­un­um.

Hann sagði að skuld­ir Banda­ríkj­anna væru þreföld verg þjóðarfram­leiðsla, sem væri svipað og hefði verið á ní­unda ára­tugn­um. Hann sagði að ofsa­trú manna í heim­in­um ætti stór­an þátt í banka­hrun­inu. Hann sagði jafn­framt að Ben Bernan­ke, seðlabanka­stjóri Banda­ríkj­anna, hefði lagt sín lóð á vog­ar­skál­arn­ar hvað þetta varðaði.

„Bernan­ke hélt að kerfið væri að ná stöðug­leika,“ sagði Taleb og bætti við að þetta hefði verið rétt fyr­ir hrunið í fyrra.

Hann sagði að skuld­ir væru beinn mæli­kv­arði á ofsa­trú. Sam­kvæmt banda­rísku skulda­klukk­unni skuld­ar al­menn­ing­ur nú um 11,8 bill­jón­ir dala.

Taleb sagði að þjóðin verði að draga úr skuld­setn­ingu og forðast þá siðferðis­legu synd að færa skuld­ir einka­fyr­ir­tækja yfir á al­menn­ing.

„Þetta er það sem ég hef áhyggj­ur af,“ sagði Taleb. Eng­inn hafi hins veg­ar haft kjark til að segja að fólk verði horf­ast í augu við veru­leik­ann.

Nassim Taleb.
Nassim Taleb.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK