Dulbúin hótun bræðra í garð íslenskra kröfuhafa

Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir
Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir Brynjar Gauti

Úti­stand­andi skuld­ir Bakka­var­ar við ís­lenska lán­ar­drottna nema rúm­um 25 millj­örðum króna. Á meðal kröfu­hafa eru líf­eyr­is­sjóðir sem eiga skulda­bréf Bakka­var­ar sem átti að greiða í maí s.l.

Ágúst Guðmunds­son, stjórn­ar­formaður Bakka­var­ar, sagði við frétta­stofu RÚV og Morg­un­blaðið í gær að sú aðgerð að selja 39,62% hlut Ex­ista í Bakka­vör til fé­lags í sinni eigu og bróður síns hafi verið til þess að fyr­ir­byggja að lána­samn­ing­ar Bakka­var­ar yrðu gjald­felld­ir. Það myndi þýða að rekstr­ar­fé­lög Bakka­var­ar færðust í faðm er­lendra kröfu­hafa fé­lags­ins. Móður­fé­lag Bakka­var­ar yrði skilið eft­ir og ís­lensk­ir kröfu­haf­ar fengju ekk­ert upp í sín­ar kröf­ur. Þar er m.a. um að ræða Líf­eyr­is­sjóðinn Gildi og Líf­eyr­is­sjóð starfs­manna rík­is­ins.

Að sögn Ágústs eru ákvæði í lána­samn­ing­um Bakka­var­ar við er­lenda lán­ar­drottna um að Ex­ista þurfi að eiga að lág­marki 30% í Bakka­vör eða að hluta­fé­lag í eigu Ágústs og bróður hans Lýðs þurfi að eiga a.m.k 30% í Bakka­vör.

Með sölu á Bakka­vör til fé­lags í sinni eigu hafa bræðurn­ir tryggt sína hags­muni. Ekki má skilja orð Ágústs öðru­vísi en svo að þetta hafi verið nauðsyn­leg aðgerð til að vernda hags­muni inn­lendra kröfu­hafa. Hins veg­ar er í reynd fólg­in dul­bú­in hót­un í orðum hans til inn­lendra kröfu­hafa um að þeir verði að fara að vilja hans og bróður hans Lýðs, ella tapi þeir kröf­um sín­um. Sam­kvæmt þessu var aldrei í inni í mynd­inni að inn­lend­ir kröfu­haf­ar Bakka­var­ar tækju yfir stjórn fé­lags­ins, þrátt fyr­ir að eiga 25 millj­arða króna kröfu á móður­fé­lagið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK