Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag fallist á ósk
stjórnar Milestone ehf. um að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta. Hefur Kauphöll Íslands jafnframt ákveðið að taka skuldabréf Milestone
úr viðskiptum.
Ljóst varð í vikunni að Milestone yrði tekið til gjaldþrotaskipta eftir að kröfuhafar höfnuðu nauðasamningum, sem gerðu ráð fyrir að 6% fengjust upp í kröfur. Stærsti kröfuhafinn í bú Milestone Glitnir með 44 milljarða króna kröfu. Krafa Straums er 5,7 milljarðar og aðrir eru með lægri kröfu.