Sjö ár fyrir innherjasvik

Du Jun var dæmdur fyrir innherjasvik
Du Jun var dæmdur fyrir innherjasvik Reuters

Du Jun, sem var framkvæmdastjóri í Asíudeild Morgan Stanley, er talinn hafa nýtt sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með bréf kínverska fyrirtækisins CITIC Resources.

Fjármálaeftirlit Hong Kong segir, að Du Jun hafi verið í hópi ráðgjafa Morgan Stanley, sem veitti CITIC Resources ráðgjöf varðandi skuldabréfaútboð til að fjármagna kaup á olíulind í Kasakstan. 

Var Du sakfelldur fyrir að hafa í tíu skipti keypt hlutabréf í CITIC Resourses fyrir 87 milljónir Hong Kong dala, 1.387 milljónir íslenskra króna, áður en fyrirtækið tilkynnti í maí 2007 að það myndi kaupa olíulindina og aðra olíulind í Kína. 

Hlutabréf CITIC hækkuðu um nærri 14% frá því Du keypti bréfin og þar til tilkynning fyrirtækisins birtist.  

Sagði dómarinn, Andrew Chan, í morgun er hann kvað upp dóminn að aldrei áður hafi viðlíka mál komið upp og það stærsta sem hann hafi sjálfur kynnst.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka