Sjö ár fyrir innherjaviðskipti

Byggingakranar í Hong Kong.
Byggingakranar í Hong Kong. Reuters

Du Jun fyrrum forstjóri Morgan Stanley í Hong Kong var í dag dæmdur í sjö ára fangelsi, eftir að hafa verið fundinn sekur um innherjaviðskipti í síðustu viku. Du var dæmdur til hámarksrefsingar og einnig sektaður um þrjár milljónir bandaríkjadala. Samkvæmt BBC er nú í gangi herferð í Hong Kong gegn fjármálaglæpum.

Du var sakfelldur fyrir að hafa í níu tilfellum stundað innherjaviðskipti og einnig fyrir að hafa ráðlagt konu sinni að versla með hlutabréf í Citic Resources. Du hafði keypt hluti fyrir 11 milljónir dala í félaginu og ráðlagði því einnig með kaup á olíusvæði í Kasakstan. Hann seldi síðan helminginn af bréfunum í félaginu eftir að tilkynnt hafði verið um kaupin á olíusvæðinu og hagnaðist um 4,3 milljónir dala.

Alls hafa  tíu manns verið sakfelldir í Hong Kong fyrir innherjaviðskipti frá því í mars á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK