Þorgeir til MP Banka

Þorgeir Eyjólfsson.
Þorgeir Eyjólfsson.

Þor­geir Eyj­ólfs­son, sem um ára­bil var for­stjóri Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri eign­a­stýr­ing­ar við MP Banka. Und­ir Þor­geir munu heyra eign­a­stýr­ing, einka­bankaþjón­usta og MP sjóðir.

Þetta var meðal ann­ars kynnt á starfs­manna­fundi hjá MP Banka síðdeg­is.

Þor­geir sagði stöðu sinni sem for­stjóri Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna lausri í maí s.l. eft­ir 30 ára starf hjá sjóðnum.  Hann hef­ur frá þeim tíma unnið að und­ir­bún­ingi að stofn­un Fjár­fest­inga­sjóðs Íslands sem er sam­starfs­verk­efni líf­eyr­is­sjóðanna við að koma að upp­bygg­ingu og end­ur­reisn ís­lensks at­vinnu­lífs en stefnt er að stofn­fundi fjár­fest­inga­sjóðsins í októ­ber n.k.

Þor­geir  var um ára­bil formaður Lands­sam­bands líf­eyr­is­sjóða, varð stjórn­ar­formaður Þró­un­ar­fé­lags Íslands við einka­væðingu þess, átti sæti í mörg ár í stjórn Flug­leiða og fór fyr­ir hópi líf­eyr­is­sjóða sem fjár­mögnuðu Hval­fjarðargöng­in. Þor­geir á sæti í stjórn Nas­daq Omx Nordic  sem fer með rekst­ur kaup­hall­anna í Hels­inki, Stokk­hólmi, Kaup­manna­höfn og Reykja­vík ásamt kaup­höll­un­um í Eystra­salts­ríkj­un­um  þrem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK