Tobin skatt á fjármálagerninga

Nicolas Sarkozy ásamt fjármálaráðherra Frakklands, Christine Lagarde.
Nicolas Sarkozy ásamt fjármálaráðherra Frakklands, Christine Lagarde. Reuters

Nicolas Sar­kozy, for­seti Frakk­lands hef­ur í hyggju að hvetja G20 rík­in, á fundi þeirra í Pitts­burg í Banda­ríkj­un­um um næstu helgi, til að samþykkja að svo­kallaður Tobin skatt­ur verði lagður á all­ar fjár­mála­gern­inga.

Er mark­miðið með skatt­in­um að draga úr óhóf­legri spá­kaup­mennsku og hvetja til þess að horft sé til lengri tíma við ákv­arðana­töku. .

BBC hef­ur hins veg­ar eft­ir emb­ætt­is­mönn­um hjá ESB að það séu nær eng­ar lík­ur á að ná alþjóðlegu samþykki um slík­an skatt.Er hermt að stuðnings­menn Tobin skatts­ins megi því eiga von á að þurfa að berj­ast fyr­ir inn­leiðingu hans.

Gor­don Brown for­sæt­is­ráðherra Bret­lands hafi til dæm­is lýst yfir efa­semd­um um gagn­semi skatts­ins í Brus­sel á fimmtu­dag. Ekki þurfi nema eitt eða tvö lönd að hafna skatt­in­um til út­færsla hans geti orðið erfið og menn færi sig þá á milli landa eft­ir hent­ug­leik­um til að forðast hann.

Hug­mynd­in um Tobin skatt­inn er ekki ný af nál­inni en banda­ríski hag­fræðing­ur­inn James Tobin kom fram með hug­mynd­ina á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar. Þá var hug­mynd­in að nýta skatt­inn til aðstoðar þró­un­ar­lönd­um en núna væri hægt að nota hann til bjarg­ar fjár­mála­geir­an­um eða í aðgerðapakka stjórn­valda sem er ætlað að blása lífið í efna­hag viðkom­andi landa.

Lord Ada­ir Turner, stjórn­ar­formaður Breska fjár­mála­eft­ir­lits­ins end­ur­vakti hug­mynd­ina í ág­úst og benti á skatt­ur­inn gæti virkað sem stuðpúði gegn hnign­andi efna­hags­lífi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK