Fjárlagafrumvarp gegn atvinnuleysi

Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar.
Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar. FRANCOIS LENOIR

Fjárlagafrumvarp sænsku ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2010 miðar að því að fjölga störfum í landinu og almennum stuðningi við efnahagslífið. Markmiðið er að stuðla að efnahagsbata ári fyrir næstu kosningar í landinu.

Samkvæmt spá sænska fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að samdráttur efnahagslífinu verði um 5,2% á þessu ári, sem yrði lakasta útkoma frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Segir Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, að með þeim aðgerðum sem gert sé ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár sé verið að freista þess að draga eins mikið úr þeim skaða sem efnahagsástandið hefur valdið, sérstaklega gagnvart þeim sem hafa hafa misst vinnuna og fyrirtækæjunum í landinu.

Gert er ráð fyrir 0,6% hagvexti í Svíþjóð á næsta ári, 3,1% árið 2011 og 3,8% árið 2012.

Atvinnuleysi er komið í 8,8%, en gert er ráð fyrir að það aukist enn frekar, og verði 11,4% á næsta ári og 11,6% árið 2011 en minnki árið eftir í 10,9%.

Frá því núverandi borgaraleg ríkisstjórn Svíþjóðar komst til valda árið 2006 hefur baráttan gegn atvinnuleysi verið eitt helsta stefnumál hennar.

Fyrirhugað er samkvæmt fjárlagafrumvarpinu að verja 32 milljörðum sænskra króna, jafnvirði um 575 milljörðum íslenskra króna, á árinu 2010 í aðgerðir til að auka atvinnu og til að örva efnahagslífið. Þar í eru 10 milljarða sænskra króna lækkun á tekjusköttum, sem fjármálaráðherrann segir að eigi að stuðla að því að fólk vilji frekar vinna meira. Árið eftir er gert ráð fyrir 24 milljörðum sænskra króna til að skapa atvinnu og örva efnahagslífið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka