Þýskur efnahagur mun ekki jafna sig á yfirstandandi efnahagslægð fyrr en í fyrsta lagi eftir fjögur ár. Þetta er mat yfirmanns evrópska seðlabankans.
„Efnahagsbatinn mun taka tíma. Ekki er við því að búast að hagsældin sem þýskt efnahagslíf bjó við árið 2008 eigi afturkvæmt fyrr en í fyrsta lagi árið 2013,“ er haft eftir Axel Weber, forstjóra Bundesbank í viðtali við dagblaðið Frankfurter Rundschau. „Leiðin fram á við er torsótt.“
Að mati Weber er það versta yfirstaðið í Þýskalandi, en efnahagslægðin er ein sú versta sem landið hefur lent í á síðustu sextíu árum.
Nýlega var haft eftir Angelu Merkel, kanslara, að búast mætti við því að þjóðarframleiðsla Þýskalands dragist saman um 5-6%.