OECD: álagspróf banka nauðsyn

Evrur.
Evrur. Reuters

Aft­ur hafa vaknað upp áhyggj­ur af því að fjár­málakrís­an hafi komið mun verr niður á efna­hags­reikn­ing­um evr­ópskra banka en áður hef­ur verið talið. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar Evr­ópu (OECD) sem birt var í dag um efna­hags­ástandið inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins.  .

Er í skýrsl­unni sagt að ástæða sé til að hafa áhyggj­ur af því að ekki sé til nægi­legt fé inn­an bank­anna til að tak­ast á við frek­ari erfiðleika í efna­hags­líf­inu. Þá geri mis­mun­andi reikn­ings­skila­venj­ur það erfitt að bera sam­an efna­hags­reikn­inga banka milli landa þegar verið sé að meta um­fang vand­ans.

Sam­kvæmt OECD á Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn að hafa metið áætlaðar af­skrift­ir banka á meg­in­lands­svæði Evr­ópu upp á um 1,1 bill­jón banda­ríkja­dala á meðan Evr­ópu­banki gerði ráð fyr­ir að af­skrifa þyrfti um 650 millj­arða dala á evru­svæðinu.

Í skýrsl­unni seg­ir „Slík viðvar­andi óvissa kall­ar á frek­ari aðgerðir: kerf­is­bund­in, ná­kvæm og gagn­sæ álags­próf eru nauðsyn­leg til að skýra fjár­magnsþörf ein­stakra evr­ópskra banka.“

Sé ekki brugðist við sé bæði hætta á fjár­mála­kerfið og efna­hags­líf verði leng­ur að ná sér en ella.

Niður­stöður skýrsl­unn­ar verða rædd­ar á óform­leg­um fundi fjár­málaráðherra aðild­ar­landa ESB í Gauta­borg í næstu viku. En safnað var sam­an upp­lýs­ing­um um fjár­hags­stöðu tutt­ugu og tveggja evr­ópskra banka sem eiga sam­kvæmt tals­manni frá ESB yfir 60% eigna banka á ESB svæðinu

Þá benti OECD einnig á að opna þyrfti bet­ur fyr­ir sam­keppni inn­an fjár­mála­geir­ans, orku­geir­ans og tækni­geir­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK