OECD: álagspróf banka nauðsyn

Evrur.
Evrur. Reuters

Aftur hafa vaknað upp áhyggjur af því að fjármálakrísan hafi komið mun verr niður á efnahagsreikningum evrópskra banka en áður hefur verið talið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) sem birt var í dag um efnahagsástandið innan Evrópusambandsins.  .

Er í skýrslunni sagt að ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að ekki sé til nægilegt fé innan bankanna til að takast á við frekari erfiðleika í efnahagslífinu. Þá geri mismunandi reikningsskilavenjur það erfitt að bera saman efnahagsreikninga banka milli landa þegar verið sé að meta umfang vandans.

Samkvæmt OECD á Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að hafa metið áætlaðar afskriftir banka á meginlandssvæði Evrópu upp á um 1,1 billjón bandaríkjadala á meðan Evrópubanki gerði ráð fyrir að afskrifa þyrfti um 650 milljarða dala á evrusvæðinu.

Í skýrslunni segir „Slík viðvarandi óvissa kallar á frekari aðgerðir: kerfisbundin, nákvæm og gagnsæ álagspróf eru nauðsynleg til að skýra fjármagnsþörf einstakra evrópskra banka.“

Sé ekki brugðist við sé bæði hætta á fjármálakerfið og efnahagslíf verði lengur að ná sér en ella.

Niðurstöður skýrslunnar verða ræddar á óformlegum fundi fjármálaráðherra aðildarlanda ESB í Gautaborg í næstu viku. En safnað var saman upplýsingum um fjárhagsstöðu tuttugu og tveggja evrópskra banka sem eiga samkvæmt talsmanni frá ESB yfir 60% eigna banka á ESB svæðinu

Þá benti OECD einnig á að opna þyrfti betur fyrir samkeppni innan fjármálageirans, orkugeirans og tæknigeirans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK