Facebook í samstarf við markaðsrannsóknafyrirtækið Nielsen

Facebook er ein - ef ekki sú vinsælasta - samskiptasíða …
Facebook er ein - ef ekki sú vinsælasta - samskiptasíða á netinu.

Forstjóri samskiptasíðunnar Facebook, Sheryl Sandberg, tilkynnti í dag um að gerður hefði verið samningur við markaðsrannsóknafyrirtækið Nielsen um að fylgjast með auglýsingum á síðunni, til að auðveldað markaðsfólki að greina árangur auglýsinga sinna á samskiptasíðunni.

Sandberg segir að það hversu fljót samskiptasíðan sé að ná til yfir 300 milljóna meðlima sinna og vegna sérfræðiþekkingar Nielsen í gagnagreiningu verði hægt að setja saman pakka sem hægt verði að nota til að skilja og bæta markaðsherferðir framtíðarinnar hjá auglýsendum síðunnar. Mun pakkinn BrandLift verða boðinn auglýsendum í Bandaríkjunum í þessari viku og stefnt að því að ná til allra auglýsenda Facebook á komandi mánuðum.

Með BrandLift verður notendum síðunnar boðið að segja skoðun sína á hugmyndum að auglýsingum, sem nota myndir, myndbönd og gagnvirkni í stað einungis texta. Ekki verði safnað persónugreinanlegum upplýsingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK