Jón Ásgeir: Átti aldrei hlutabréf í Baugi

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son seg­ir að hann hafi aldrei átt hluta­bréf í Baugi Group hf. held­ur hafi hluta­bréf­in verið eign Fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Gaums ehf. Hvorki hann né neinn ann­ar hafi verið í per­sónu­legri ábyrgð vegna skulda Gaums, sem voru greidd­ar þegar fé­lagið 1998 ehf. keypti Haga hf. af Baugi sum­arið 2008.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu, sem Jón Ásgeir hef­ur sent frá sér í dag vegna frétta­flutn­ings af sölu Baugs Group á hluta­fé í Hög­um.

Jón Ásgeir seg­ir einnig, að þrota­bú Baugs Group eigi erfitt verk fyr­ir hönd­um en á því hvíli að sanna að um svo­nefnd­an gjafagern­ing hafi verið að ræða þegar 1998 keypti Haga af Baugi.

Jón Ásgeir seg­ir, að Baug­ur Group hafi sum­arið 2008 verið gjald­fært fé­lag. Viðskipt­in hafi verið samþykkt á hlut­hafa­fundi fé­lags­ins með samþykki allra hlut­hafa auk þess sem all­ir stærstu lán­ar­drottn­ar fé­lags­ins hafi vitað af og/​eða samþykkt samn­ing­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka