Of fljótt að tala um efnahagsbata

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's segir, að nokkuð jafnvægi sé að komast á að nýju á efnahagslífið á Íslandi, í Lettlandi og Ungverjalandi. Hins vegar sé of fljótt að segja fyrir um hvort um þessi þróun sé viðvarandi.

Moody's segir, að lykilhagtölur í löndunum þremur séu hættar að lækka með sama hraða og var fyrir hálfu ári. Þessi þróun hafi endurspeglast á fjármálamörkuðum landanna og það bendi til þess að efnahagslegur þrýstingur sé að minna. Þess vegna segir Moody's, að hagkerfi landanna þriggja séu að ná „brothættum stöðugleika." 

Þrátt fyrir þetta sé of fljót að tala um efnahagsbata því lítil merki sjáist um að hagtölur séu að hækka á ný.  Þá segist Moody's ekki geta fullyrt, að botni samdráttarskeiðsins sé náð í þessum löndum. 

Þá segir matsfyrirtækið, að allar lánshæfiseinkunnir í löndunum séu með neikvæðum horfum, sem þýðir að einkunnirnar verði hugsanlega lækkaðar á næstu 12 til 18 mánuðum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK