Skilanefnd Glitnis gagnrýnd

mbl.is/Friðrik

Ákveðin gagnrýni kom á skilanefnd Glitnis á fundi með kröfuhöfum bankans í morgun. Meðal annars var gagnrýnt hvernig skilanefndin eigi að taka afstöðu til þeirra kosta sem kröfuhöfum stendur til boða: að gerast hluthafar í bankanum eða fá greiðslu í formi skuldabréfs.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is var Árni Tómasson, formaður skilanefndar, spurður að því með hvaða hætti skilanefndin kæmist að niðurstöðu fyrir 30. september næstkomandi um hvor leiðin yrði farin.

Skilanefnd Glitnis, fyrir hönd kröfuhafa, á þess kost að eignast 95% hlutafjár í Íslandsbanka eða fá greiðslu í formi skuldabréfs, útgefnu af Íslandsbanka, og kauprétti á allt að 90% af hlutafé í bankanum á árunum 2011-2015.

Fulltrúi 27 kröfuhafa á fundinum sagði að Fjármálaeftirlitið hefði upphaflega skipað skilanefndina. Í henni hefðu kröfuhafarnir í raun engan fulltrúa. Því mætti halda því fram að fulltrúar ríkisins hefðu verið að semja við sjálfa sig þegar kynnt var samkomulag um uppgjör milli Íslandsbanka og Glitnis.

Japanski bankinn Sumitomo Mitsui er meðal helstu kröfuhafa Glitnis. Hjá Glitni eru Royal bank of Scotland (RBS), þýsku bankarnir HSH Nordbank og DekaBank einnig stórir lánveitendur og verða hluthafar í Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka