Salan á Högum dró úr tjóni Kaupþings

Kaupþing
Kaupþing mbl.is/Ómar

Baugur Group var kominn í vandræði á vordögum 2008 og fyrirséð var að fyrirtækið myndi ekki greiða af skuldabréfum sem áttu að falla á gjalddaga. Til dæmis 11 milljarða króna skuldabréfaútgáfa sem var á gjalddaga í mars sama ár.

Salan á Högum úr Baugi Group til eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. í júlí 2008 var m.a. til þess fallin að vernda hagsmuni Kaupþings og draga úr tjóni bankans vegna lánveitinga til þessa móðurfélags stærstu verslanakeðja á Íslandi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Í Íslenska efnhagsundrinu, bók Jóns Fjörnis Thoroddsen, kemur fram að forstöðumaður skuldabréfamiðlunar Kaupþings hafi kallað miðlara bankans á fund til sín og tilkynnt þeim að Baugur myndi ekki geta greitt af skuldabréfum, en fyrirtækið hafði gefið út skuldabréf á Íslandi fyrir marga milljarða. Þetta var hinn 19. mars 2008. Kaupþing banki bjó því yfir vitneskju um rekstrarvandræði félagsins á þessum tímapunkti.

Þetta hefur ekki verið vefengt af stjórnendum bankans opinberlega.

Kaupþing banki naut góðs af

Söluverðið á Högum, 30 milljarðar króna, skiptist í tvennt. Helmingurinn var notaður til að kaupa eigin bréf af hluthöfum Baugs Group sem notuðu síðan söluandvirðið til að greiða niður eigin ógjaldfallnar skuldir við Kaupþing. Kaupþing banki naut á endanum góðs af þessu og hluthafarnir einnig, því þeir losnuðu við skuldir við bankann og hlutabréf í Baugi Group.

Eftir það átti Baugur Group meira en 20% af eigin bréfum. Leiðrétta hefði þurft þá stöðu með því að selja hlutabréfin eða færa hlutafé niður, í samræmi við 60. og 61. gr. laga um hlutafélög. Það var hins vegar ekki gert, en Baugur Group var í viðræðum við erlenda fjárfesta um sölu þessara hlutabréfa lungann úr árinu 2008, að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Því er gefið að fyrirtækið reyndi að haga sér í samræmi við fyrrnefnd ákvæði, þótt það hafi ekki gengið eftir.

Hinn helmingurinn af söluverðinu á Högum var nýttur, eins og fram hefur komið, til að greiða 10 milljarða skuld Baugs við Kaupþing og fimm milljarða veðskuld við Glitni.

Þrotabú Baugs mun krefjast fébóta frá Nýja Kaupþingi og hluthöfum Baugs vegna sölunnar á Högum. Fyrrverandi hluthafa Baugs, Nýja Kaupþing og skiptastjóra þrotabúsins greinir hins vegar á um þessar kröfur og því má teljast líklegt að úr þeim verði leyst fyrir dómstólum.

Í hnotskurn
» Baugur Group fékk Útflutningsverðlaun forseta Íslands hinn 23. apríl 2008, rúmum mánuði áður en tilkynnt var að fyrirtækið myndi ekki greiða af skuldabréfum.
» Hagar er langstærsta verslunarfyrirtæki landsins en meðal eigna þess eru m.a. Hagkaup, Bónus, 10-11, Útilíf og fleiri verslanir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK