Jón Ásgeir selur hús í Danmörku

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Ómar

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur að sögn danska blaðsins Berlingske Tidende selt hússem hann átti á Holmen í Kaupmannahöfn.  Húsið hefur verið til sölu frá því í febrúar og var uppsett verð 15 milljónir danskra króna, 370 milljónir íslenskra króna, en að sögn fasteignasölunnar er hún nú seld.

Blaðið segir, að húsið sé við Galionsvej og þaðan sjáist vel til Óperuhússins og Amalíuborgarhallar.

Berlingske segir, að húsið hafi verið í eigu Baugs þar til sl. haust þegar það var fært til fjárfestingarfélagsins Gaums, sem er í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans. Hefur blaðið eftir heimildarmanni, sem þekkir til vinnunnar innan þrotabús Baugs, að hugsanlega muni þrotabúið gera kröfu um að það fái söluverðið í hendur. 

Húsið er 363 fermetrar. Baugur keypti það fyrir 11 milljónir danskra króna árið 2005. Um er að ræða gamalt pakkhús, sem byggt var 1775 en hefur allt verið endurbyggt og innréttað.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK