Már: Þess vænst að verðbólga hjaðni ört

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og Arnór …
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri á fundi með fjölmiðlum í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Már Guðmunds­son, seðlabanka­stjóri, seg­ir að þess sé vænst að sök­um mik­ils slaka í efna­hags­líf­inu, sem dreg­ur úr hættu á því að ný­leg­ar hækk­an­ir vindi upp á sig, muni verðbólga hjaðna ört á ný síðar á ár­inu. Þetta kom fram á fundi með frétta­mönn­um í Seðlabank­an­um í dag.

Vís­bend­ing­ar um að um­fram­lausa­fé sé til staðar

„Sak­ir rúmr­ar lausa­fjár­stöðu banka­kerf­is­ins hafa bank­ar al­mennt ekki haft þörf fyr­ir lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu Seðlabank­ans. Frá apr­íl­mánuði 2009 hafa því þeir Seðlabanka­vext­ir sem mest áhrif hafa á aðra skamm­tíma­vexti, t.d. pen­inga­markaðsvexti og inn­lánsvexti í banka­kerf­inu, verið vext­ir á inn­láns­reikn­ing­um bank­ans. Eins og áður hef­ur komið fram eru þess­ir vext­ir 9,5%.

Vís­bend­ing­ar eru um að miðað við þá vexti sé um­fram­lausa­fé til staðar, sem er ástæða þess að efnt verður til útboðs inn­stæðubréfa. Gengi krón­unn­ar hef­ur hald­ist nokkuð stöðugt frá síðustu vaxta­ákvörðun hinn 13. ág­úst, þrátt fyr­ir að veru­lega hafi dregið úr inn­grip­um Seðlabank­ans á gjald­eyr­is­markaði. Velta á gjald­eyr­is­markaði hef­ur einnig auk­ist," að því er fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar Seðlabanka Íslands.

Lágt gengi krón­unn­ar kem­ur í veg fyr­ir hjöðnun verðbólgu

Þar kem­ur fram að gengi krón­unn­ar hef­ur þó áfram verið lágt, sem hef­ur hægt á hjöðnun verðbólg­unn­ar. „Eigi að síður er þess vænst að sök­um mik­ils slaka í efna­hags­líf­inu, sem dreg­ur úr hættu á því að ný­leg­ar hækk­an­ir vindi upp á sig, muni verðbólga hjaðna ört á ný síðar á ár­inu. Ýmis já­kvæð teikn eru á lofti.

Á sama tíma og dregið hef­ur úr þörf fyr­ir inn­grip hef­ur af­gang­ur á vöru- og þjón­ustu­jöfnuði við út­lönd verið nokkru meiri en vænst var. Upp­söfn­un á gjald­eyr­isinn­stæðureikn­ing­um fyr­ir­tækja í bönk­un­um hef­ur stöðvast. Útflutn­ings­verðlag hef­ur styrkst. Einnig hef­ur áhættu­álag á krónu­eign­ir haldið áfram að minnka, eins og m.a. birt­ist í lækk­andi skulda­trygg­ingarálagi."

Ætlar að funda með aðilum vinnu­markaðar­ins

Már seg­ir að vegna lágs geng­is krón­unn­ar þá væri bank­inn vænt­an­lega að hegna fleir­um en ekki ef vext­ir yrðu lækkaðir veru­lega nú.  Hann seg­ir á sama tíma að vext­irn­ir séu óþægi­lega háir.  Þegar hægt verður að slaka á gjald­eyr­is­höft­um þá muni krón­an von­andi styrkj­ast.  Ekki sé hægt að segja til um það hvenær gengi krón­unn­ar styrk­ist á ný. Eins þegar gjald­eyr­is­forðinn verði stærri þá verði auðveld­ara að brenna putt­ana á þeim sem telja að gengið geti bara farið í eina átt.

Hann seg­ist hafa hug á því að bjóða þeim sem koma að stöðug­leika­sátt­mál­an­um í heim­sókn í bank­ann á næstu dög­um. Mik­il­vægt sé að heyra þeirra sjón­ar­mið og segja þeim sjón­ar­mið bank­ans. 

Már seg­ir að þeir vext­ir sem skipti öllu máli séu 9,5% en ekki 12%.

Mark­miðum í rík­is­fjár­mál­um náð í meg­in­at­riðum

Fram kom í máli Más að það hafi verið áhyggju­efni lengi að farið sé í kring­um gjald­eyr­is­höft­in en það hafi viðhaldið lágu gengi krón­unn­ar.

„Til viðbót­ar því að tryggja næga ávöxt­un krónu­eigna hef­ur Seðlabank­inn því gripið til aðgerða er miða að því að efla eft­ir­lit og fram­fylgd haft­anna. Skil­yrði fyr­ir því að hægt sé að byrja að af­nema höft á fjár­magns­hreyf­ing­ar í áföng­um gætu bráðlega verið til staðar, að því gefnu að tví­hliða og fjölþjóða fjár­mögn­un sé tryggð.

Meðal annarra skil­yrða má nefna að stjórn­völd haldi áfram að fylgja eft­ir lang­tíma­áætl­un í rík­is­fjár­mál­um, eins og þau hafa skuld­bundið sig til, og að end­ur­skipu­lagn­ing fjár­mála­kerf­is­ins sé langt kom­in. Í meg­in­at­riðum hef­ur þess­um mark­miðum verið náð. Í því sam­bandi er rétt að leggja áherslu á að fyrsta end­ur­skoðun fram­kvæmda­stjórn­ar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins á efna­hags­áætl­un stjórn­valda er mik­il­vægt skref í þá átt að auka til­trú á ís­lenskt efna­hags­líf og er því for­senda þess að af­nám fjár­magns­hafta tak­ist vel.

Á meðan á umbreyt­inga­skeiðinu stend­ur munu ákv­arðanir í pen­inga­mál­um taka mið af því mark­miði að stuðla að stöðugu gengi krón­unn­ar," að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar­inn­ar.

Peningastefnunefnd Seðlabankans á fundi í gær.
Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans á fundi í gær. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka