Stýrivextir áfram 12%

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að halda stýri­vöxt­um bank­ans óbreytt­um en þeir eru 12%. Er það í takt við spár grein­ing­ar­deilda. Í stöðug­leika­sátt­mála aðila vinnu­markaðar­ins og hins op­in­berra er miðað við að stýri­vext­ir verði komn­ir í eins stafs tölu fyr­ir 1. nóv­em­ber.

Dag­lánsvext­ir lækka og upp­boð boðað á inni­stæðubréf­um

„Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að vext­ir lána gegn veði verði áfram 12% og vext­ir á viðskipta­reikn­ing­um inn­láns­stofn­ana verði áfram 9,5%, en að dag­lána­vext­ir lækki úr 16% í 14,5%.

Seðlabanki Íslands hef­ur einnig ákveðið að halda upp­boð á inn­stæðubréf­um til 28 daga. Upp­boðin verða hald­in viku­lega á miðviku­dög­um. Fyrsta upp­boðið verður haldið miðviku­dag­inn 30. sept­em­ber næst­kom­andi.

Seðlabank­inn býður út tak­markaða heild­ar­fjár­hæð og gagnaðilar bjóða í vexti, með 9,5% lág­marks­vexti og 10% há­marks­vexti. Á hverju upp­boði verða seld inn­stæðubréf að and­virði 15 - 25 millj­arðar króna. Þátt­taka í upp­boðunum og rétt­ur til að eiga inn­stæðubréf­in tak­mark­ast við inn­lend­ar inn­láns­stofn­an­ir. Hægt er að leggja þau að veði gegn lán­um í Seðlabank­an­um. Að há­marki er hægt að gera til­boð í 50% þess magns sem er í boði," að því er seg­ir á vef Seðlabanka Íslands.

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, sagði við mbl.is í gær­kvöldi að ljóst sé að vaxta­ákvörðun Seðlabank­ans í dag marki straum­hvörf því ekki sé vaxta­ákvörðun­ar­dag­ur næst fyrr en 5. nóv­em­ber.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK