Verð á hráolíu hefur haldið áfram að lækka í dag eftir að birtar voru upplýsingar um birgðastöðu orkugjafa í Bandaríkjunum í gær. Samkvæmt þeim er minni eftirspurn eftir eldsneyti heldur en væntingar voru um í þessu stærsta hagkerfi heims.
Á NYMEX markaðnum í New York hefur verð á hráolíu til afhendingar í nóvember lækkað um 28 sent og er 68,69 dalir tunnan.
Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 18 sent og er 67,81 dalur tunnan.