Verð á hráolíu lækkar hratt

Frá NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með …
Frá NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með hráolíu fara fram. AP

Verð á hráolíu hefur haldið áfram að lækka í dag eftir að birtar voru upplýsingar um birgðastöðu orkugjafa í Bandaríkjunum í gær. Samkvæmt þeim er minni eftirspurn eftir eldsneyti heldur en væntingar voru um í þessu stærsta hagkerfi heims.

Á NYMEX markaðnum í New York hefur verð á hráolíu til afhendingar í nóvember lækkað um 28 sent og er 68,69 dalir tunnan.

Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 18 sent og er 67,81 dalur tunnan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK