AGS spáir 3% hagvexti á næsta ári

Leiðtogar G20 ríkjanna á hópmynd.
Leiðtogar G20 ríkjanna á hópmynd. Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nú, að efnahagsbati í heiminum verði hraðari en áður var talið og að hagvöxtur verði að jafnaði allt að 3% undir lok næsta árs.

Fram kom á leiðtogafundi G20 ríkjanna í Pittsburgh í kvöld, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reikni nú með að hagvöxtur verði að nýju undir lok þessa árs og munu aukast umtalsvert á næsta.

Í júlí spáði sjóðurinn, að hagkerfi heimsins myndi að meðaltali dragast saman um 1,4% á þessu ári og vaxa um 2,5% á því næsta. 

Á G20 fundinum hétu leiðtogar ríkjanna því, að vinna saman að endurreisn efnahagslífs heimsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK