Magnús Jónsson hefur látið af störfum sem forstjóri Atorku Group. Félagið hefur verið í greiðslustöðvun síðan í júní og í dag verður væntanlega úrskurðað um það í Héraðsdómi Reykjavíkur hvort félagið fái áframhaldandi greiðslustöðvun. Samkvæmt upplýsingum frá Atorku hefur enginn verið ráðinn forstjóri í stað Magnúsar en hann á stóran hlut í félaginu.
Meðal eigna Atorku eru ráðandi eignarhlutur í Promens, sem er ein stærsta plastverksmiðja í heimi og ráðandi hlutur í InterBulk Group, sem er þriðja stærsta gámafyrirtæki í heimi. Atorka á einnig ráðandi eignarhlut í Geysir Green Energy.