Kæra Kaupþings beinist að stjórnendum Exista

Ágúst Guðmundsson og Lýður Guðmundsson
Ágúst Guðmundsson og Lýður Guðmundsson Heiðar Kristjánsson

„Þetta kemur á óvart. Við höfum beðið um afrit af kærunni til að vita í rauninni hvað er á bak við hana. Við getum ekki séð að þetta falli undir valdsvið sérstaks saksóknara. Við bíðum bara og sjáum á hvaða forsendum þessi kæra er byggð,“ segir Bjarnfreður Ólafsson lögmaður hjá Logos lögmannsþjónustu.

Nýja Kaupþing hefur kært til sérstaks saksóknara forsvarsmenn Exista og þá starfsmenn Deloitte og Logos lögmannsþjónustu sem önnuðust tilkynningu til hlutafjárskrár vegna hlutafjáraukningar Exista í desember 2008. Að mati bankans fer háttsemi viðkomandi aðila gegn lögum um hlutafélög. Fyrirtækjaskrá úrskurðaði hlutafjáraukninguna ólögmæta í sumar og gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu lögmanna og endurskoðenda Exista. Hilmar A. Alfreðsson skrifaði undir skýrslu Deloitte.

Nýi Kaupþing banki hefur einnig kært forsvarsmenn Exista vegna sölu á hlut Exista í Bakkavör Group þann 11. september 2009 til sérstaks saksóknara.

Fram hefur komið að þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir létu Exista, sem er að mestu í óbeinni eigu kröfuhafa í dag, fjármagna kaup þeirra sjálfra á 39,62 prósenta hlut Exista í Bakkavör með skuldaviðurkenningu upp á 8,4 milljarða króna. Þetta þýðir að bræðurnir lögðu ekkert eigið fé fram við kaupin.

Í fréttum Stöðvar 2 hefur komið fram að vextir á láninu í dag séu 2,71%. Þeir séu breytilegir og með föstu álagi. Það eru mun betri lánskjör en öðrum stendur til boða á markaðnum í dag. Sem dæmi eru vextir á láni vegna Icesave-skuldbindinga, sem ríkið ábyrgist, 5,5%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK