Störf um 300 manna tengjast tölvuleikjum

Mynd tekin úr Eve Online
Mynd tekin úr Eve Online CCP/Eve Online

Tíu fyrirtæki tölvuleikjaframleiðenda hafa stofnað með sér ný samtök. Þau kynntu starfsemi sína á föstudag í hugmyndahúsi háskólanna við Grandagarð undir merkjum Samtaka leikjaframleiðenda, það er IGI – Icelandic Gaming Industry.

Á Íslandi starfa um 300 manns við þróun, markaðssetningu og sölu á tölvuleikjum. Mikill vöxtur hefur verið í þessum geira síðasta ár þrátt fyrir niðursveiflu í öðrum greinum. Sameiginlegar tekjur leikjafyrirtækja í ár stefna í rúmlega 10 milljarða króna og flest leita þau að starfsfólki til að mæta aukinni eftirspurn. Stærstu fyrirtækin eru CCP sem rekur EVE Online og hefur tvo aðra leiki í þróun, Betware sem þróar lausnir fyrir happdrætti og Gogogic sem smíðar iPhone og fjölspilunarleiki. Auk þeirra eru smærri fyrirtæki í vexti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK