Ísland betur statt en Írland

Stytta af skáldinu Friedrich von Schiller utan við höfuðstöðvar Deutsche …
Stytta af skáldinu Friedrich von Schiller utan við höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt.

Grein­ing­ar­deild Deutsche Bank ákvað að kanna hver væri mun­ur­inn á stöðu efna­hags­mála á Írlandi og Íslandi í ljósi þess að gár­ung­arn­ir hafa sagt und­an­farið að mun­ur­inn á lönd­un­um sé einn staf­ur og hálft ár. Kemst bank­inn að þeirri niður­stöðu að Ísland kunni að kom­ast fyrr út úr krepp­unni en Írland vegna þess að gengi krón­unn­ar er fljót­andi.

Fjallað er um minn­is­blað Deutsche Bank í dálkn­um Alp­haville í breska blaðinu Fin­ancial Times í dag. Seg­ir þar að fljót­andi gengi ís­lensku krón­unn­ar, sem fundið hafi verið allt til foráttu á síðasta ári, kunni í raun að verða helsti bjarg­vætt­ur­inn.

Íslend­ing­um hafi á und­an­förn­um mánuðum tek­ist að flytja krepp­una út og mik­il sam­keppn­is­hæfni, verðmæt­ar nátt­úru­auðlind­ir og mögu­leg aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og þar með myntsam­starfi Evr­ópu geti gert Íslend­ing­um kleift að kom­ast út úr krepp­unni nokk­ur hratt á næstu 1-2 árum. 

Írum gangi hins veg­ar illa að bæta sína sam­keppn­is­stöðu. Þar sé eng­inn hag­vöxt­ur í sjón­máli og hætta sé á verðhjöðnun og því gæti reynst land­inu erfitt að greiða niður skuld­ir sín­ar.  

Seg­ir bank­inn að þótt Íslend­ing­ar séu alls ekki komn­ir fyr­ir vind mögu­leik­ar þjóðar­inn­ar meiri en Íra. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK