Eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar neikvætt

Höfuðstöðvar Byggðastofnunar á Sauðárkróki.
Höfuðstöðvar Byggðastofnunar á Sauðárkróki.

Eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar er neikvætt um 4,74% en skal að lágmarki vera 8% samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leita heimilda á fjáraukalögum til að tryggja lágmarks eiginfjárhlutfall stofnunarinnar. Verði það ekki gert leikur verulegur vafi á áframhaldandi rekstrarhæfi stofnunarinnar," að því er segir í tilkynningu frá Byggðastofnun.

Fjármálaeftirlitið hefur gefið stofnuninni frest til 8. desember 2009 til að koma eiginfjárhlutfallinu upp fyrir 8% lágmark.

Eigið fé neikvætt um 118,7 milljónir króna

Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir fyrri hluta ársins var staðfestur af stjórn stofnunarinnar í gær. Tap tímabilsins nam 1.663 milljónum króna en hagnaður Byggðastofnunar var tæpar níu milljónir króna á sama tímabili í fyrra.

Samkvæmt árshlutauppgjörinu er eigið fé stofnunarinnar neikvætt um 118,7 milljónir kr.

„Vegna þeirra erfiðleika sem dunið hafa yfir íslenskt efnahagslíf undanfarna mánuði hefur stofnunin þurft að leggja aukna fjármuni inn á afskriftarreikning útlána vegna mögulegrar taphættu. Á tímabilinu nam þessi fjárhæð 1.930 mkr. í samanburði við 1.237 mkr. allt árið 2008.

Skýrist tap stofnunarinnar og neikvætt eiginfjárhlutfall á tímabilinu af þessum varúðarfærslum. Hreinar vaxtatekjur stofnunarinnar námu 425,6 mkr. og hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár," að því er segir í uppgjörstilkynningu Byggðastofnunar. 

Framlög í afskriftarreikning útlána og matsbreyting hlutafjár námu 2.161 mkr.  Eignir námu 22.790 mkr. og hafa lækkað um 518.6 mkr. frá áramótum. Þar af voru útlán 18.901 mkr.Skuldir námu 22.909 mkr. og hafa hækkað um 1.145 mkr. frá áramótum. Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings námu 374,8 mkr. 

Nýjar lánveitingar drógust saman á tímabilinu og námu 612 mkr. samanborið við 2.239 mkr. á sama tímabili 2008.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK