426 billjónir afskrifaðar

Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir nú að reikna megi með því að afskrifa hafi þurft 3,4 billjónir dala, jafnvirði 426 billjóna króna, vegna fjármálakreppunnar. Þetta er 15% lægri fjárhæð en sjóðurinn áætlaði í apríl og er ástæðan sögð sú að ástandið á fjármálamörkuðum sé farið að batna og efnahagsbati í augsýn.

Fréttastofan Bloomberg segir, að þessi tala, sem sjóðurinn birtir í dag, byggist á nýrri aðferðafræði, sem þróuð hafi verið eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti spá í apríl sl. um að 4 billjónir dala myndu tapast.  

Sjóðurinn segir, að frá 2007 og til ársloka 2010 þurfi bankar væntanlega að afskrifa 2,8 billjónir dala virði af eignum, þar af 1 billjón í Bandaríkjunum, 814 milljarða á Evrusvæðinu og 604 milljarða í Bretlandi.

Þá segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að á svæði, sem kölluð eru önnur þróuð Evrópuríki: Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Sviss, þurfi bankar að afskrifa 120 milljarða dala.  

Skýrslan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK