Of hátt mat á virði bréfa í peningamarkaðssjóðum

Endurskoðunarfyrirtækin KPMG og PriceWaterhouseCooper (PWC) mátu virði þeirra bréfa sem voru í peningamarkaðssjóðum Kaupþings, Landsbanka og Glitnis mun hærra en það reyndist síðan vera. Morgunblaðið hefur undir höndum verðmat fyrirtækjanna á skuldabréfum útgefnum af Milestone, Baugi, Exista, Stoðum/FL Group, Samson, Atorku og Landic Property. Á grundvelli verðmatsins keyptu nýju bankarnir bréf þessara fyrirtækja út úr sjóðunum.

Þeir sem áttu hlutdeildarskírteini í peningamarkaðssjóðunum þremur fengu í kjölfarið 68,8-85,3% af eign sinni greidd til baka. Ef ríkisbankarnir hefðu ekki gripið inn í og keypt ofangreind skuldabréf út úr sjóðunum er ljóst að tap viðskiptavina þeirra hefði orðið mun meira. Nýju bankarnir þrír, og íslenska ríkið sem eigandi þeirra, bera tapið í staðinn.

Í mati endurskoðunarfyrirtækjanna var endurheimt skuldabréfa sem gefin voru út af Milestone talin myndu nema á bilinu 67-75%. Í nýlega felldum nauðasamningum Milestone voru kröfuhöfum fyrirtækisins boðin 6% upp í kröfur sínar. Þeim samningum var hafnað og Milestone í kjölfarið lýst gjaldþrota. Þá mátu fyrirtækin það sem svo að endurheimt skuldabréfa Stoða/FL Group yrði á bilinu 38-58%. Í nauðasamningum þess félags, sem samþykktir voru fyrr á árinu, var gert ráð fyrir að eigendur skuldabréfa útgefinna af félaginu myndu fá 5% af kröfu sinni greidd í formi almenns hlutafjár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK