Það þarf að hreinsa til í bönkunum

Fjöldi mótmælenda stóð í morgun fyrir aðgerðum við fundarstaðinn þar …
Fjöldi mótmælenda stóð í morgun fyrir aðgerðum við fundarstaðinn þar sem ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður í næstu viku. Reuters

„Það er tímabært að hreinsa til í bönkunum," sagði Marek Belka, yfirmaður Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, á fundi í Istanbul í morgun.  Hann sagði að bankarnir yrðu að gangast undir stöðugleikapróf og endurfjármögnun og styrkja þá starfsemi sem þætti lífvænleg en leggja aðra af.

Mikil fundahöld eru í Istanbul í tengslum við ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem þar fer fram í næstu viku. Meðal annars munu fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar svonefndra G7 ríkja eiga þar fund um helgina.  

Svíþjóð, sem fer með forsæti Evrópusambandsins um þessar mundir, sagði í vikunni að stöðugleikapróf sem 22 evrópskir stórbankar gengust undir sýndu að þeir væru nægilega vel fjármagnaðir þrátt fyrir að útlánatöp á árunum 2009 og 2010 væru áætluð um 400 milljarðar evra. 

Belka sagði, að stöðugleikapróf væru góð til síns brúks, „en það þarf núna að grípa til aðgerða," sagði hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK