Kreditkortavelta heimila dróst saman um 12% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sömu mánuði í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Debetkortavelta jókst hins vegar um 6,3% á sama tíma. Samtals dróst innlend greiðslukortavelta heimila á tímabilinu saman um 3,4%.
Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis dróst saman um 25,9% en erlend greiðslukortavelta hérlendis jókst um 73,6% í janúar–ágúst 2009 miðað við sömu mánuði 2008.