Geysir Green Energi hefur selt 18,2% hlut sinn í kanadíska jarðhitafélaginu Western Geopower. Fram kemur í tilkynningu að salan hafi verið á genginu 18 sent á hlut og söluverðið rúmar 8,5 milljónir Kanadadala, jafnvirði um 980 milljóna króna.
Í tilkynningunni frá Western Geopower kemur fram að Geysir Green ætli að einbeita sér að því að reka orku- og jarðhitaver á Íslandi og í Kína.
Western Geopower vinnur að uppbyggingu 35 MW orkuvers á Geyser svæðinu í Suður-Kaliforníu. Félagið vinnur að auki að verkefnum á South Brawley svæðinu í Kaliforníu og í South Meager, í Bresku Kólumbíu í Kanada. WGP er skráð í kauphöllinni í Toronto.