Hráolíuverð lækkar

STRINGER/IRAQ

Verð á hráolíu hefur lækkað í viðskiptum í Asíu vegna ótta fjárfesta um að staða efnahagskerfis Bandaríkjanna sé enn veik. Verð á hráolíu lækkaði um 17 sent á NYMEX markaðnum í New York og er 69,78 dalir tunnan. Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 18 sent og er 67,89 dalir tunnan.

Á föstudag voru birtar tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum en það mældist 9,8% í september og hefur ekki verið meira í 26 ár. Þykja tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum einn besti mælikvarðinn á stöðu efnahagsmála þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK