Vöruskipti hagstæð í 13 mánuði

Útflutningur áls hefur aukist umtalsvert milli ára.
Útflutningur áls hefur aukist umtalsvert milli ára. mbl.is/ÞÖK

Útflutningur í september nam tæpum 43,8 milljörðum króna og innflutningur 40,7 milljörðum króna, samkvæmt bráðabirgðatölum, sem Hagstofan birti í dag. Vöruskiptin í september, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 3 milljarða króna og hefur nú verið afgangur af vöruskiptum 13 mánuði í röð.  

Hagstofan segir, að vísbendingar séu um minna verðmæti útflutts áls og meira verðmæti innflutts eldsneytis, hrá- og rekstrarvara og neysluvara án mat- og drykkjarvara í september 2009 miðað við ágúst 2009. 

Í september á síðasta ári voru vöruskipti hagstæð um 7,8 milljarða króna á þáverandi gengi og höfðu þá verið óhagstæð um langa hríð.

Það sem af er árinu nemur afgangur á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, tæpum 48 milljörðum króna en á sama tímabili á síðasta ári nam hallinn á þáverandi gengi tæpum 43 milljörðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK