Alcoa skilaði óvæntum hagnaði

Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Ljósmynd/Emil Þór

Bandaríska álfélagið Alcoa skilaði óvænt hagnaði á þriðja fjórðungi ársins eftir taprekstur í þrjá ársfjórðunga. Alcoa er að venju fyrsta fyrirtækið í Dow Jones hlutabréfavísitölunni, sem skilar uppgjöri.

Hagnaður Alcoa eftir skatta var 77 milljónir dala eða 8 sent á hlut samanborið við 454 milljóna dala tap eða 47 sent á hlut á öðrum ársfjórðungi. Sérfræðingar höfðu spáð 9 senta tapi á hlut.

Tekjur Alcoa námu 4,6 milljörðum dala samanborið við 4,2 milljarða á öðrum ársfjórðungi sem er 9% aukning.

Klaus Kleinfield, sem nýlega tók við sem forstjóri Alcoa, segir í tilkynningu að aðgerðir sem gripið var til á fyrir hluta ársins hafi skilað árangri. Þá segir hann að vísbendingar séu meiri stöðugleika á markaði. Álbirgðir séu frekar litlar og því sé spáð að álnotkun aukist um 11% á síðari hluta ársins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK