Turner lávarður, yfirmaður FSA, breska fjármálaeftirlitsins, vill herða reglur um starfsemi banka á milli landa. Að fjármálaeftirlit viðkomandi ríkis geti gripið inn í er bankar innan ríkja Evrópska efnahagssvæðisins (EES) hefja starfsemi í ríkinu. Í breska dagblaðinu Telegraph í dag miðar tillagan að því að koma í veg fyrir að Íslands-kreppan verði endurtekin.
Samkvæmt Turner eykur þetta vægi fjármálaeftirlits viðkomandi lands, ef litið er á þetta samkvæmt Icesave-reikningum Landsbankans, þá hefði breska fjármálaeftirlitið haft lokaorðið um hvort Landsbankinn hafi getað boðið upp á Icesave í Bretlandi. Það er breska fjármálaráðuneytið hefði meira vald heldur en það íslenska þrátt fyrir að Landsbankinn sé íslenskur banki.
Samkvæmt reglum Evrópusambandsins mega bankar allra 27 aðildarríkjanna starfa í hvaða landi sem er innan ESB. Lúta bankarnir eftirliti síns heimaríkis og eiga tryggingasjóðir þess lands að bera ábyrgð á innistæðum reikningseigenda.
Segir í Telegraph að Ísland, sem aðili að EES-samningnum, einnig haft heimild til þess að bjóða upp á bankaþjónustu í ríkjum ESB. Hins vegar hafi Ísland ekki átt sjóði til þess að styðja innistæðueignendur íslensku bankanna víða í ríkjum EES, þar á meðal í Bretlandi.
„Stórir bankar, jafnvel meðalstórir bankar frá litlum EES-ríkjum, geta verið of stórir til þess að hægt sé að bjarga þeim," segir Turner. Hann segir að í framtíðinni eigi gestaríkið að hafa möguleika á því að grípa inn og koma í veg fyrir starfsemi banka ef þeir telja að eftirlitsaðilar heimalandsins eru of veikburða til þess að greina veikleika viðkomandi banka.