Eggert aftur til West Ham?

Eggert Magnússon á leik með West Ham.
Eggert Magnússon á leik með West Ham. Reuters

Bresk blöð fullyrða í dag, að Eggert Magnússon hafi áhuga á að kaupa knattspyrnuliðið West Ham. Eggert tók þátt í kaupum Björgólfs Guðmundssonar á liðinu árið 2006 og var stjórnarformaður liðsins um tíma.

Síðdegisblöðin The Sun og Daily Mail segja bæði, að Eggert, sem enn býr í Lundúnum, hafi sýnt því áhuga að kaupa liðið en hins vegar telji hann verðið, sem CB Holdings, dótturfélag Straums, vill fá, allt of hátt.

Andrew Bernhardt, framkvæmdastjóri hjá Straumi og stjórnarformaður West Ham, hefur átt í viðræðum við hugsanlega kaupendur í Asíu og Ameríku. The Sun segir að Bernhardt viti af áhuga Eggerts. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK