Gengi krónunnar hefur veikst um 0,18% frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði klukkan 9:15 í morgun. Stendur gengisvísitalan í 236,03 stigum. Í gær veiktist gengi krónunnar um 0,7%.
Bandaríkjadalur hefur veikst talsvert gagnvart evru í dag og er nú 124,67 krónur sem er lækkun frá því í gær. Evran hefur hinsvegar hækkað og er 184,20 krónur. Danska krónan er 24,744 krónur og pundið er komið á ný yfir 200 krónur, er 200,34 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka.