Nýi Landsbankinn og Íslandsbanki munu samtals afskrifa um 50 milljarða króna vegna uppkaupa þeirra á bréfum úr peningamarkaðssjóðum sem bankarnir ráku, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Landsbankinn mun afskrifa um 40 milljarða króna af þeim 63 milljörðum króna sem hann greiddi fyrir þau bréf sem keypt voru úr sjóðum hans. Heimildir Morgunblaðsins herma að Íslandsbanki muni afskrifa um tíu milljarða króna af þeim 12,6 milljörðum króna sem bankinn notaði til að kaupa út skuldabréf úr peningamarkaðssjóði sínum, Sjóði 9.