Yfirmenn Iceland í 800 milljóna króna ferð í Disney

Disney World
Disney World

Flogið var með helstu stjórnendur bresku verslunarkeðjunnar Iceland til Flórída í síðustu viku þar sem þeir tóku þátt í ráðstefnu Í Disney World sem kostaði fjórar milljónir punda, rúmar 800 milljónir króna. Félag í eigu gamla Landsbankans fer með eignarhaldið á keðjunni eftir þrot Baugs Group.

Forstjóri Iceland, Malcolm Walker, telur að ferðin hafi verið hverrar krónu virði, að því er fram kemur á vef Retail Week. Þar segir jafnframt að ólíklegt sé að nokkuð annað fyrirtæki í smásölu eyði jafn miklum fjármunum í ráðstefnu fyrir stjórnendur á þessum erfiðu tímum. En segja jafnframt að það sé greinilega ekki eitthvað sem Walker þurfi að hafa áhyggjur af.

Segir í fréttinni að yfirmenn 800 Iceland verslana og svæðisstjóra fyrirtækisins í Bretlandi  hafi verið boðnir í Disney World og fleiri spennandi staði í Flórída. Má þar nefna Universal Studios og Kennedy Space Center. Jafnframt hafi verið sérsýning á Lion King fyrir þá og flugeldasýning.  Á Walker að hafa sagt við starfsmenn sína á fyrsta degi að þetta væri frí og þeir ættu að skemmta sér vel.

Greinin í heild
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK