Fyrstur til að fá stöðu grunaðs manns

Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson.

Breska sunnudagsblaðið Observer segir, að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sé líklega fyrsti bankastjórnandinn í Evrópu sem fær stöðu stöðu grunaðs manns í rannsókn tengdri fjármálakreppunni.

Blaðið vísar til rannsóknar Ólafs Haukssonar, sérstaks saksóknara,  á kaupum Mohameds Bin Khalifa Al-Thanis  á  rúmlega 5%  hlut í Kaupþingi skömmu fyrir fall bankans.  

Observer segir, að átta aðrir liggi undir grun í rannsókn sérstaks saksóknara, þar á  meðal  Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrum forstjóri Kaupþings, og Ólafur Ólafsson, sem hafði milligöngu um kaup Al-Thanis í Kaupþingi. Einnig nefnir blaðið Halldór Bjarkar Lúðvígsson, fyrrverandi yfirmann lánasviðs Kaupþings, sem nú sér um norrænar eignir bankans fyrir skilanefnd Kaupþings. Observer segir að hugsanlegt sé að staða Halldórs verði endurskoðuð og hann fái síðar stöðu vitnis.

Sigurður býr í Chelsea í vesturhluta Lundúna.

Frétt Observer

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK