Íslenski loftkastalinn sem sprakk

Flugfélagið Sterling gekk kaupum og sölum og verðið hækkaði stöðugt.
Flugfélagið Sterling gekk kaupum og sölum og verðið hækkaði stöðugt.

Danska viðskipta­blaðið Bør­sen fjall­ar í dag um liðna upp­gangs­tíma á Íslandi und­ir fyr­ir­sögn­inni: Íslenski loft­kastal­inn sem var sprengd­ur, og vís­ar þar til einn­ar bók­ar sænska höf­und­ar­ins Stieg Lars­sons.

Í grein­inni er ís­lenska út­rás­ar­æv­in­týrið rakið og sagt að það hafi byrjað fyr­ir al­vöru árið 2002 þegar rík­is­viðskipta­bank­arn­ir voru einka­vædd­ir.  Seg­ir blaðið að fyr­ir­tæki hafi verið keypt, skuld­sett og ný fyr­ir­tæki keypt og sund­um hafi fyr­ir­tæk­in gengið kaup­um og söl­um milli Íslend­ing­anna á stöðugt hærra verði. Í upp­hafi hafi verið nóg fé í bönk­un­um en síðan hafi ís­lensku bank­arn­ir sótt fjár­magn til breskra spari­fjár­eig­enda, einnig í skatta­skjól­un­um Isle of Man og Gu­erns­ey.  

Þá hafi er­lend­ir bank­ar einnig lánað Íslend­ing­um mikið fé, þar á meðal þýsk­ir bank­ar og Royal Bank of Scot­land, sem á síðasta ári var við að falla vegna gríðarlegs ta­prekst­urs.

Bør­sen seg­ir, að ís­lensku kaup­sýslu­menn­irn­ir hafi verið áber­andi í Dan­mörku, einkum Jón Ásgeir Jó­hann­es­son, sem keypti Magasin og Ill­um og fleiri dansk­ar eign­ir.  

Í vor hafi fjár­fest­ing­ar­fé­lag hans, Baug­ur, orðið gjaldþrota. Meðal sér­stæðustu viðskipta Íslend­inga í Dan­mörku hafi verið viðskipt­in með flug­fé­lagið Sterl­ing, sem sami hóp­ur keypti og seldi á víxl á sí­fellt hærra verði.  Sterl­ing hafi síðan orðið gjaldþrota og þessi viðskipti sæti nú rann­sókn á Íslandi. 

Þá seg­ir blaðið að Björgólf­ur Thor Björgólfs­son, sem sé rík­asti maður Íslands og enn á lista tíma­rits­ins For­bes, eigi enn í um­fangs­mikl­um viðskipt­um þrátt fyr­ir ís­lenska efna­hags­hrunið.

Kirkju­g­arður fjár­málakrepp­unn­ar

Norski frétta­vef­ur­inn e24.no fjall­ar einnig í löngu máli í dag um ís­lenska hrunið og af­leiðing­ar þess und­ir fyr­ir­sögn­inni Kirkju­g­arður fjár­málakrepp­unn­ar. Er þar vísað til þess, að á svæði við Reyka­vík­ur­höfn eru geymd­ar vinnu­vél­ar,  vöru­bíl­ar, rút­ur, bygg­ingakr­an­ar og hunduð einka­bíl­ar, sem  fjár­mála­stofn­an­ir hafa leyst til sín.

Í grein­inni er einnig rætt við Finn Pét­urs­son og konu hans, Stellu Marie Burges Pét­urs­son. Þau byggðu fjós á Kára­nesi árið 2005 og tóku lán í ís­lensk­um krón­um. En bank­inn þeirra sann­færði þau um að betra væri að skuld­breyta lán­inu í gjald­eyr­is­lán. Í júní 2006 var 80% af lán­inu breytt í gjald­eyr­is­lán.

Fyr­ir fjár­málakrepp­una skulduðu þau 100 millj­ón­ir ís­lenskra króna en á fimmtu­dag stóðu lán­in í 226 millj­ón­um króna.

Grein­in í e24

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK