Íslenski loftkastalinn sem sprakk

Flugfélagið Sterling gekk kaupum og sölum og verðið hækkaði stöðugt.
Flugfélagið Sterling gekk kaupum og sölum og verðið hækkaði stöðugt.

Danska viðskiptablaðið Børsen fjallar í dag um liðna uppgangstíma á Íslandi undir fyrirsögninni: Íslenski loftkastalinn sem var sprengdur, og vísar þar til einnar bókar sænska höfundarins Stieg Larssons.

Í greininni er íslenska útrásarævintýrið rakið og sagt að það hafi byrjað fyrir alvöru árið 2002 þegar ríkisviðskiptabankarnir voru einkavæddir.  Segir blaðið að fyrirtæki hafi verið keypt, skuldsett og ný fyrirtæki keypt og sundum hafi fyrirtækin gengið kaupum og sölum milli Íslendinganna á stöðugt hærra verði. Í upphafi hafi verið nóg fé í bönkunum en síðan hafi íslensku bankarnir sótt fjármagn til breskra sparifjáreigenda, einnig í skattaskjólunum Isle of Man og Guernsey.  

Þá hafi erlendir bankar einnig lánað Íslendingum mikið fé, þar á meðal þýskir bankar og Royal Bank of Scotland, sem á síðasta ári var við að falla vegna gríðarlegs tapreksturs.

Børsen segir, að íslensku kaupsýslumennirnir hafi verið áberandi í Danmörku, einkum Jón Ásgeir Jóhannesson, sem keypti Magasin og Illum og fleiri danskar eignir.  

Í vor hafi fjárfestingarfélag hans, Baugur, orðið gjaldþrota. Meðal sérstæðustu viðskipta Íslendinga í Danmörku hafi verið viðskiptin með flugfélagið Sterling, sem sami hópur keypti og seldi á víxl á sífellt hærra verði.  Sterling hafi síðan orðið gjaldþrota og þessi viðskipti sæti nú rannsókn á Íslandi. 

Þá segir blaðið að Björgólfur Thor Björgólfsson, sem sé ríkasti maður Íslands og enn á lista tímaritsins Forbes, eigi enn í umfangsmiklum viðskiptum þrátt fyrir íslenska efnahagshrunið.

Kirkjugarður fjármálakreppunnar

Norski fréttavefurinn e24.no fjallar einnig í löngu máli í dag um íslenska hrunið og afleiðingar þess undir fyrirsögninni Kirkjugarður fjármálakreppunnar. Er þar vísað til þess, að á svæði við Reykavíkurhöfn eru geymdar vinnuvélar,  vörubílar, rútur, byggingakranar og hunduð einkabílar, sem  fjármálastofnanir hafa leyst til sín.

Í greininni er einnig rætt við Finn Pétursson og konu hans, Stellu Marie Burges Pétursson. Þau byggðu fjós á Káranesi árið 2005 og tóku lán í íslenskum krónum. En bankinn þeirra sannfærði þau um að betra væri að skuldbreyta láninu í gjaldeyrislán. Í júní 2006 var 80% af láninu breytt í gjaldeyrislán.

Fyrir fjármálakreppuna skulduðu þau 100 milljónir íslenskra króna en á fimmtudag stóðu lánin í 226 milljónum króna.

Greinin í e24

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka