90% upp í forgangskröfur

Skrifað hef­ur verið und­ir sam­komu­lag á milli ís­lenskra stjórn­valda, skila­nefnd­ar Lands­banka Íslands og Nýja Lands­bank­ans (NBI) um upp­gjör á eign­um og skuld­um vegna skipt­ing­ar bank­ans.  Skila­nefnd­in seg­ir að gera megi ráð fyr­ir að tæp­lega 90% fá­ist upp í for­gangs­kröf­ur í bú gamla Lands­bank­ans, sem eru aðallega vegna Ices­a­ve-reikn­ing­anna í Bretlandi og Hollandi.

Sam­komu­lagið ger­ir ráð fyr­ir að NBI gefi út skulda­bréf til gamla bank­ans að fjár­hæð 260 millj­arðar króna til 10 ára. Skulda­bréfið er geng­is­tryggt og trygg­ir Lands­bank­an­um þannig er­lenda fjár­mögn­un. Þá er gert ráð fyr­ir að gef­in verði út hluta­bréf til gamla bank­ans að fjár­hæð 28 millj­arðar króna sem svar­ar til um 20% heild­ar­hluta­fjár NBI.

Að sögn fjár­málaráðuneyt­is­ins sam­svar­ar heild­ar­fjár­hæð skulda­bréfs­ins og hluta­bréf­anna mati NBI á yf­ir­tekn­um eign­um um­fram skuld­ir, en er lág­marks­verðmæti eign­anna að mati skila­nefnd­ar og ráðgjafa henn­ar. Fari svo að verðmæti yf­ir­færðra eigna reyn­ist meira en mat NBI ger­ir ráð fyr­ir mun bank­inn gefa út viðbót­ar­skulda­bréf til gamla bank­ans sem gæti numið um 90 millj­örðum króna en þess í stað fengi rík­is­sjóður áður­nefnd hluta­bréf að fjár­hæð 28 millj­arðar til sín að miklu leyti. Lokamat verður lagt á eign­irn­ar í árs­lok 2012.

Með sam­komu­lag­inu verður eign­ar­hlut­ur rík­is­sjóðs í NBI ekki lægri en  80% en gæti orðið tölu­vert hærri ef efna­hagsþróun reyn­ist hag­stæð fram til loka árs­ins 2012 sem yrði til þess að nýi bank­inn gæfi út viðbót­ar­skulda­bréf.

Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að hluta­fé  NBI verði um 155 millj­arðar króna og mun rík­is­sjóður leggja fram 127 millj­arða króna í formi rík­is­skulda­bréfa. Áður var áætlað að rík­is­sjóður þyrfti að leggja fram 140 millj­arða króna í hluta­fé og verður fjárþörf rík­is­ins vegna end­ur­reisn­ar Lands­bank­ans því held­ur minni en áætlað var. Um er að ræða bráðabirgðatöl­ur en Fjár­mála­eft­ir­litið á eft­ir að leggja mat sitt á eig­in­fjárþörf­ina á grund­velli upp­færðra viðskipta­áætl­ana bank­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK