Íslendingar vilja að Norðmenn fjárfesti hér

Reuters

Íslendingar vilja gjarnan að Norðurlandabúabúar fjárfesti hér á landi og þá einna helst norskir. Þetta kemur fram í könnun, sem gerð var hér á landi og kynnt var fyrir yfirmönnum Sparebankgruppen 1, sem nýlega voru á Íslandi. Norska ríkisútvarpið segir frá þessu.

NRK segir að við spurning um hvort Íslendingar séu jákvæðir eða neikvæðir í garð norskra fjárfestinga á Íslandi sögðust 50% Íslendinga vera jákvæðir og 58% af atvinnurekendum. Mikill meirihluti taldi að norskar fjárfestingar myndu hafa góð áhrif á íslenskt efnahagslíf.

NRK segir að Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Capacent Glacier, hafi kynnt könnunina.

Sparebank 1, sem er samtök norskra sparisjóði, keypti útibú Glitnis í Noregi fyrir réttu ári eftir að íslenski bankinn féll. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK