Íslendingar vilja gjarnan að Norðurlandabúabúar fjárfesti hér á landi og þá einna helst norskir. Þetta kemur fram í könnun, sem gerð var hér á landi og kynnt var fyrir yfirmönnum Sparebankgruppen 1, sem nýlega voru á Íslandi. Norska ríkisútvarpið segir frá þessu.
NRK segir að við spurning um hvort Íslendingar séu jákvæðir eða neikvæðir í garð norskra fjárfestinga á Íslandi sögðust 50% Íslendinga vera jákvæðir og 58% af atvinnurekendum. Mikill meirihluti taldi að norskar fjárfestingar myndu hafa góð áhrif á íslenskt efnahagslíf.
NRK segir að Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Capacent Glacier, hafi kynnt könnunina.
Sparebank 1, sem er samtök norskra sparisjóði, keypti útibú Glitnis í Noregi fyrir réttu ári eftir að íslenski bankinn féll.