Viðskiptaráð: Lífeyrissjóðir láni fyrir Icesave

Systkinin Ajaana Arndis Kristjánsdóttir og Karl Magnús Kristánsson mótmæltu Icesave-lögunum …
Systkinin Ajaana Arndis Kristjánsdóttir og Karl Magnús Kristánsson mótmæltu Icesave-lögunum við Bessastaði mbl.is/Kristinn

Viðskiptaráð Íslands tek­ur að hugs­an­lega megi út­færa leið þar sem líf­eyr­is­sjóðirn­ir koma að samn­inga­borðinu við úr­lausn Ices­a­ve-deil­unn­ar. Mik­ill ímynd­ar­leg­ur ávinn­ing­ur væri fólg­inn í því að greiða upp skuld­bind­ing­ar með láni rík­is­sjóðs frá líf­eyr­is­sjóðunum. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í Skoðun Viðskiptaráðs sem birt er á vef ráðsins í dag.

„Þrátt fyr­ir þær miklu efna­hags­legu þreng­ing­ar sem nú standa yfir veita ýms­ir grund­vall­arþætt­ir ís­lenska hag­kerf­is­ins mik­il­væga viðspyrnu sem munu vafa­laust gagn­ast til að mýkja áhrif fjár­málakrepp­unn­ar. Einn af þeim er líf­eyr­is­sjóðakerfið sem er hlut­falls­lega meðal þeirra stærstu í heim­in­um. Þetta má fyrst og fremst rekja til fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­komu­lags þeirra, en víða er­lend­is eru líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar fjár­magnaðar í gegn­um skatt­kerfið jafnóðum í stað þess að greitt sé í sjóði líkt og tíðkast hér. Ávöxt­un síðustu ára hef­ur að miklu leyti þurrk­ast út vegna hruns ís­lensku bank­anna, en eft­ir stend­ur að mikl­ar greiðslur hafa runnið og munu renna inn í kerfið og það stend­ur því ennþá sterkt.

Í dag er ís­lensk­um launþegum skylt að leggja 12% af laun­um sín­um inn í líf­eyri­s­kerfið. Til viðbót­ar er val­kvæður sér­eigna­sparnaður en þar er at­vinnu­rek­end­um skylt að leggja fram mót­fram­lag að lág­marki 2%. Launa­fólk sem vel­ur að safna sér­eigna­sparnaði greiðir því í heild­ina allt að 1! 8% launa sinna inn í kerfið. Heild­ariðgjöld inn í líf­eyr­is­sjóðakerfið árið 2008 námu tæp­lega 116 ma.kr. og iðgjöld um­fram út­greiðslur námu um 62 ma.kr. Það er því ljóst að stór hluti launa­tekna lands­manna renn­ur inn í líf­eyri­s­kerfið til framtíðarávöxt­un­ar. Fyr­ir­komu­lag og ráðstöf­un líf­eyr­is­sjóðanna hef­ur því mik­il og bein áhrif á lífs­kjör í land­inu.

Það væri óskyn­sam­legt að leggja í illa ígrundaðar kollsteyp­ur á líf­eyr­is­sjóðakerf­inu þrátt fyr­ir þær miklu þreng­ing­ar sem nú standa yfir. Engu að síður er mjög mik­il­vægt að kanna alla fleti þess að líf­eyr­is­sjóðirn­ir verði nýtt­ir til að efla viðnám hag­kerf­is­ins, án þess að lang­tíma­hags­mun­um þjóðar­inn­ar sé ógnað. Þegar hef­ur verið ákveðið að líf­eyr­is­sjóðir komi að fjár­mögn­un stór­fram­kvæmda sam­kvæmt stöðug­leika­sátt­mála stjórn­valda og full­trúa vinnu­markaðar­ins. Aðkoma líf­eyr­is­sjóðanna get­ur bæði verið fjölþætt­ari og um­fangs­meiri ef slíkt er talið þjóna hags­mun­um þjóðar­inn­ar. Hug­mynd­ir í þá veru er mik­il­vægt að skoða for­dóma­laust og með hags­muni kom­andi kyn­slóða í huga jafnt sem nú­ver­andi sjóðsfé­laga," að því er fram kem­ur í Skoðun VÍ.

Skoðun Viðskiptaráðs Íslands í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK